Fyrsti Víking Jólabjór var afgreiddur í Húsi Máls og Menningar í dag en skrúfað var frá krananum klukkan 13:00 þegar húsið opnaði.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins tryggði sér fyrsta bjórinn en það var hún Marie Fernandez, barþjónn, sem afgreiddi hann með bros á vör og jólasveinahúfu á höfði.

Barþjónninn Marie Fernandez segist hlakka til að fá sér jólabjór eftir vinnu í kvöld.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

Hús máls og menningar mun einnig bjóða upp á skemmtiatriði í tilefni dagsins og verður meðal annars jólauppistand í umsjón Þórhalls Þórhallssonar sem byrjar á slaginu 18:00.

Klukkan 20:00 verður svo jólaball með húshljómsveitinni The Bookshop Band og mun barinn afgreiða jólabjórinn á 900 krónur frá opnun til lokunar.