Við sitjum með Róberti Wessman í kastalanum hans, Château de Saint Cernin, í Bergerac, þar sem hann ásamt eiginkonu sinni og teymi, hefur byggt upp eina af merkustu vínekrum svæðisins. Blaðamanni var boðið að heimsækja víngerðina, til að kanna aðstæður og taka þátt í blöndun á nýjustu árgerðinni af La Folie, einu af einkennisvínum Maison Wessman.
Við sitjum með Róberti Wessman í kastalanum hans, Château de Saint Cernin, í Bergerac, þar sem hann ásamt eiginkonu sinni og teymi, hefur byggt upp eina af merkustu vínekrum svæðisins. Blaðamanni var boðið að heimsækja víngerðina, til að kanna aðstæður og taka þátt í blöndun á nýjustu árgerðinni af La Folie, einu af einkennisvínum Maison Wessman.
„Ég ætlaði ekkert að fara stærra en nokkur þúsund flöskur en svo gerist það 2017 að við vorum valin besti vínframleiðandinn af yfir þúsund framleiðendum í öllu héraðinu. Við vorum beðin að koma upp á svið til að taka við verðlaunum. Þeir sem höfðu verið í öðru og þriðja sæti töluðu frönsku í hálftíma hvor. Spyrillinn talaði ekki eitt orð í ensku og byrjaði að spyrja mig spurninga á frönsku. Ég reyndi að svara eftir bestu getu á ensku og enginn skildi neitt. Við stóðum þarna fyrir framan alla, sem voru ekkert sérstaklega ánægðir með að það væru einhverjir frá Íslandi að vinna, þetta eru svona Nóbelsverðlaunin í víni. Eftir svona óþægilegar fimm mínútur er einhver aftast sem öskrar Ísland! Húh! og allir fylgdu með. Allt í einu voru 500 víngerðarmenn byrjaðir að kyrja húh, þannig að víkingaklappið endaði með að vera vinningsræðan“, segir Róbert Wessman.
Viðtalið við Róbert er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag . Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.