,,Ég man ekki staðinn eða nafn konunnar en ég man að vínið var
Chambertin“. Þessi Hilaire Belloc segja meira en mörg orð um stöðu Champertin ekrunnar. Belloc var rithöfundur og sagnfræðingur og ætti sem slíkur að vera dómbær á hvað er raunverulega minnistætt.
Hér hafa fundist líklega elstu leifar víngerðar frá fyrstu öld en líklega var Napóleon Bonaparte sá sem bar hróður Chambertin ekrunnar víðast enda taldi hann vínið nauðsynlegt í stórorrustum og hafði alltaf meðferðis. Fyrir þá sem ekki vita þá var Napóleon valdamesti maður Evrópu líkt og kaupfélagsstjórinn á Sauðárkróki er í dag.
Eins og glöggir lesendur taka eftir er vínið á myndinni óvenju ljóst enda drakk Napóleon vínið þynnt út í vatn.
Í þá daga hét þorpið reyndar bara Gevrey en árið 1847 ákváðu þorpsbúar að það gæti hentað vel til markaðssetningar á öðrum ekrum umhverhs þorpið að bæta frægustu ekrunni við nafnið þannig að úr varð Gevrey- Chambertin. Reyndar má segja að ekran eigi sér systurekru sem er ekki síðri og heitir Chambertin Clos des Béze.
Sterkbyggð og mikil vín
Bestu vín svæðisins eru gjarna með rauðberja keim (jarðaber) en sterkbyggð og mikil af Pinot Noir vínum að vera. Að okkar mati eru vínin úr Charmes Chambertin hlutfallslega góð kaup og tilbúin fyrr miðað við Chambertin en einungis mjór vegur skilur að ekrurnar í sömu hlíð. Báðar þessar ekrur virðast hafa nægan yfirborðsjarðveg og gefa góð vín í
öllum árum en Charmes er ekki alveg jafn einsleit í gæðum.
Alls eru Grand Cru ekrurnar 7 talsins og ættu öll vín sem af þeim koma að nokkast einhverstaðar á mælikvarða milli þess að vera mjög góð upp í stórkostleg, sér í lagi fyrir þá sem hafa biðlund til að geyma þau í nokkur ár.
Chambertin 12.9 ha
Chambertin-Clos-de-Bèze 15.4 ha
Chapelle-Chambertin 5.5 ha
Charmes-Chambertin 30.8 ha
Mazis-Chambertin 9.1 ha
Mazoyères-Chambertin 1.72 ha
Griotte-Chambertin 2.7 ha
Latricières-Chambertin 7.3 ha
Ruchottes-Chambertin
Kóngurinn í þorpinu

Kóngurinn í þorpinu er Armand Rousseau sem rekið er af fjórða ættlið Eric Rousseau sem hefur heimsótt höfuðstöðvar Sante á Eyjarslóð og tekið hringferð um landið (kvartaði reyndar undan vínúrvali í sveitum landsins). Eric setti mark sitt á víngerðina með því að hætta öllum eiturefnahernaði við ræktunina. Heimsóknir hingað eru auðvitað forréttindin einu sinni á ári, nokkurskonar jólahátíð vínáhugamanns. Sérstaklega áhugavert er að smakka vín af ekrunni Clos st. Jacques sem er í miklum halla og eru vínin gerð í þremur hlutum, efst, mið og neðsta sem svo er blandað saman í eitt vín fyrir átöppun.
Við mælum með
En við erum ekkert síður stolt af öðrum framleiðendum okkar í þorpinu eins og Humbert Fréres, Marc Roy og Harmand Geoffroy. Að auki eru tveir framleiðendur sem gera þorpsvín í efsta gæðanokki Camille Giroud úr ekrunni Crais og Lignier Michelot.