Vínneysla á heimsvísu dróst saman á síðasta ári um 2,6% niður í 221 milljón hektólítra. Þetta er annað árið í röð sem vínneysla dregst saman en neyslan hefur ekki verið jafn lítil síðan 1996.

Þetta kemur fram í vínmiðlinum Decanter þar sem vitnað er í ársskýrslu Alþjóðlegu vínstofnunarinnar (OIV). Þar segir að um 800 milljón færri flöskur hafi verið opnaðar um heim allan árið 2023.

Vínneysla á heimsvísu dróst saman á síðasta ári um 2,6% niður í 221 milljón hektólítra. Þetta er annað árið í röð sem vínneysla dregst saman en neyslan hefur ekki verið jafn lítil síðan 1996.

Þetta kemur fram í vínmiðlinum Decanter þar sem vitnað er í ársskýrslu Alþjóðlegu vínstofnunarinnar (OIV). Þar segir að um 800 milljón færri flöskur hafi verið opnaðar um heim allan árið 2023.

„Verðbólga hefur verið lykilþáttur undanfarin tvö ár, vegna þess að hún hefur aukið framleiðslu- og dreifingarkostnað umtalsvert, en jafnframt dregið úr kaupmætti neytenda,“ segir John Barker, forstjóri OIV.

Víndrykkja hefur dregist saman í löndum eins og Bandaríkjunum og Frakklandi en neysla á heimsvísu hefur einnig minnkað vegna samdráttar í Kína á undanförnum árum. Árið 2023 var vínmagnið sem neytt var í Kína helmingi minna en það var fyrir fjórum árum síðan.

„Miðað við mjög flókin áhrif á alþjóðlega eftirspurn í augnablikinu er erfitt að vita nákvæmlega hversu mikill samdrátturinn er þegar kemur að langtímaþróun markaðarins,“ bætir John Barker við.