Norðmaðurinn Bjørn Richard Johansen hefur gengið til liðs við Athygli sem tengdur ráðgjafi og tekur jafnframt sæti í stjórn félagsins. Bjørn Richard er einn þekktasti og virtasti ráðgjafi Norðurlanda í samskiptaráðgjöf og krísustjórnun og býr yfir áratuga reynslu í faginu.
Í tilkynningu segir að Bjørn Richard sé vel kunnugur íslensku atvinnulífi. Hann var sem dæmi ráðinn af forsætisráðuneytinu við krísustjórnun og kom til ráðgjafar við ríkisstjórn Íslands í kjölfar efnahagshrunsins 2008.
Norðmaðurinn Bjørn Richard Johansen hefur gengið til liðs við Athygli sem tengdur ráðgjafi og tekur jafnframt sæti í stjórn félagsins. Bjørn Richard er einn þekktasti og virtasti ráðgjafi Norðurlanda í samskiptaráðgjöf og krísustjórnun og býr yfir áratuga reynslu í faginu.
Í tilkynningu segir að Bjørn Richard sé vel kunnugur íslensku atvinnulífi. Hann var sem dæmi ráðinn af forsætisráðuneytinu við krísustjórnun og kom til ráðgjafar við ríkisstjórn Íslands í kjölfar efnahagshrunsins 2008.
„Mér hefur verið sýnt það traust að koma að úrlausn mála við margar af stærstu áskorunum sem Ísland hefur mætt á undanförnum áratugum auk annarra mikilvægra verkefna. Undanfarið hefur hugmyndin um meiri viðveru á Íslandi ágerst samhliða því að ég hef fundið fyrir aukinni þörf fyrir sérhæfða samskiptaráðgjöf,“ segir Bjørn Richard.
Þá starfaði Bjørn Richard einnig sem framkvæmdastjóri samskipta hjá Glitni banka 2004-2008.
Árið 2009 stofnaði hann svo ráðgjafarfyrirtækið First House í Oslo. Í dag er hann viðskiptastjóri Geelmuyden Kiese (No. Kommersiell direktør) og sem ráðgjafi stjórnar Paritee, móðurfélags Geelmuyden Kiese, eins stærsta og elsta samskiptafyrirtækis Norðurlanda. Athygli verður þá samtímis samstarfsaðili Geelmuydeen Kiese á Íslandi.
„Við erum stolt af því að fá Bjørn Richard til liðs við okkur og að geta boðið íslenskum aðilum upp á einstaka sérþekkingu hans. Hann er ráðagóður með eindæmum, fróður og öflugur leiðtogi með áralanga reynslu af að stýra erfiðum og flóknum málum úr ólgusjó í örugga höfn,“ segir Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli.