Eydís Eyland hefur verið ráðin markaðsstjóri Sensa en hún starfaði áður sem markaðsstjóri OK og þar áður hjá Promennt og Verkefnalausnum. Fram að því starfaði hún sem sérfræðingur á markaðssviði Valitor og þar áður hjá Viðskiptablaðinu.
Hún er með B.Sc. í markaðs- og alþjóðaviðskiptum og M.Sc. í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.
Eydís Eyland hefur verið ráðin markaðsstjóri Sensa en hún starfaði áður sem markaðsstjóri OK og þar áður hjá Promennt og Verkefnalausnum. Fram að því starfaði hún sem sérfræðingur á markaðssviði Valitor og þar áður hjá Viðskiptablaðinu.
Hún er með B.Sc. í markaðs- og alþjóðaviðskiptum og M.Sc. í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.
„Ég er virkilega ánægð og stolt að vera treyst fyrir markaðsstarfi Sensa. Sensa er öflugt upplýsingatæknifyrirtæki sem verður gaman að fá að kynna enn frekar. Sensa hefur verið framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi og því einstaklega spennandi að fá að vera hluti af þeirra einstöku vegferð,“ segir Eydís Eyland, markaðsstjóri Sensa.
Sensa er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Sensa er í eigu norska upplýsingatæknifyrirtækisins Crayon Group.
„Við hjá Sensa erum virkilega spennt fyrir því að fá Eydísi til liðs við okkur. Hún býr yfir áralangri reynslu og þekkingu í markaðs- og kynningarmálum hjá fyrirtækjum í fjármála-, upplýsingatækni-, og menntageiranum, auk þess að búa yfir þekkingu og reynslu í verkefnastjórn. Við erum sannfærð um að Eydís muni hjálpa félaginu að efla sýnileika og sókn félagsins á markaðnum og bjóðum hana hjartanlega velkomna í Sensa-fjölskylduna,” segir Guðmundur Stefán Björnsson, leiðtogi hjá Sensa.