Atli Stefán segist hafa verið lengi að finna sig í lífinu en eftir menntaskóla ákvað hann að taka sér pásu frá námi og fór að vinna hjá litlu fyrirtæki sem hét Margmiðlun á Suðurlandsbraut. Þar kviknaði fjarskiptaáhuginn hans meðan hann vann við að selja þráðlausa netbeina.
Stuttu eftir að hann fór að vinna hjá Margmiðlun var fyrirtækið selt til Vodafone og þurfti Atli og samstarfsmenn hans að fara í atvinnuviðtal til að tryggja áframhaldandi starf. Eftir að hafa farið í tvö viðtöl var Atli ráðinn í sölu hjá Vodafone.
Atli Stefán segist hafa verið lengi að finna sig í lífinu en eftir menntaskóla ákvað hann að taka sér pásu frá námi og fór að vinna hjá litlu fyrirtæki sem hét Margmiðlun á Suðurlandsbraut. Þar kviknaði fjarskiptaáhuginn hans meðan hann vann við að selja þráðlausa netbeina.
Stuttu eftir að hann fór að vinna hjá Margmiðlun var fyrirtækið selt til Vodafone og þurfti Atli og samstarfsmenn hans að fara í atvinnuviðtal til að tryggja áframhaldandi starf. Eftir að hafa farið í tvö viðtöl var Atli ráðinn í sölu hjá Vodafone.
„Ég hef alltaf verið nörd og mikill tölvukarl en þarna var nördinn allt í einu orðinn verðmætur. Þannig ég var bara alinn upp í Vodafone og lærði þar að vinna í hópum, tala við fólk og fannst þetta bara æðislegt.“
Atli vann hjá Vodafone í níu ár en ákvað svo að læra viðskiptafræði með vinnu í kvöldskóla. Þar lærði hann að reikna og vinna með Excel og fleira en var með þeim yngstu í sínum bekk.
Nánar er fjallað um Atla í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild sinni hér.