Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Íslenskum aðalverktökum, hlaut á dögunum alþjóðlega A- stigs vottun alþjóðlegu samtökunum International Program Management Association (IPMA) sem verkefnastjóri, Certified Project Director. Sigurður er fyrstu Íslendinga til að fá vottun sem þessa en hún er hæsta sgi sem hægt er að fá sem vottaður verkefnastjóri.

Sigurður Ragnarsson
Sigurður Ragnarsson

Fram kemur í tilkynningu um málið að Verkefnastjórnunarfélag Íslands hefur frá árinu 1997 staðið fyrir prófum sem votta hæfni og reynslu manna í verkefnastjórn. Hér á landi hafi ekki verið boðið upp á A- stigs vottun og fór Sigurður í gegnum vottunarferlið í Danmörku, sem stóð yfir í hálft ár. Danir hafa séð um að halda utan um A-vottunarferlið í Skandinavíu.

Um fimmtán Danir eru í dag með A-vottun sem þessa og um 200 manns í heiminum öllum.

Þá segir að IPMA vottun á verkefnisstjórum er alþjóðlega viðurkennd hæfni og reynsla, og hjálpar bæði einstaklingum og fyrirtækjum í alþjóðlegum verkefnum. Vottun verkefnastjóra er staðfesting á að viðkomandi fyrirtæki notar starfsmenn til verkefnastjórnunar sem uppfylla ákveðnar hæfniskröfur. Verkefnastjórnunarfélag Íslands býður upp á þrjú af fjórum stigum sem vottunarferli IPMA skiptist í, það eru stig B, C og D.

IPMA eru alþjóðleg samtök verkefnastjórnunarfélaga, sem stofnuð voru í Vín árið 1965. Í samtökunum eru um 50 félög með um 40.000 meðlimi um heim allan, þar með talið Verkefnastjórnunarfélag Íslands.