Frants Nielsen mun taka við starfi framkvæmdastjóra hjá Lendager Arkitektum þann 18. september. Þá mun Anders Lendager, eigandi fyrirtækisins, starfa áfram sem listrænn stjórnandi og skapandi hönnunarstjóri.

Í tilkynningu segir að fyrirtækið sé nú að taka næsta skref í að styrkja og þróa viðskiptahluta fyrirtækisins. Frants Nielsen mun sjá um að leiða það verkefni en hann hefur viðamikla reynslu frá svipuðum verkefnum hjá Henning Larsen og Dorte Mandrup.

„Ég hlakka til að vinna með sannkölluðu brautryðjendafyrirtæki í dönskum arkitektúr og þróa fyrirtækið áfram í þá átt að það nái að hafa eins mikil áhrif og mögulegt er – bæði á landsvísu og á alþjóðavettvangi. Áhersla mín verður að skapa traust fyrirtæki sem stækkar á sjálfbæran hátt,“ segir Frants.

Anders Lendager, sem stofnaði fyrirtækið fyrir meira en 12 árum, segist hafa mikla trú á þeim tækifærum og nýjum sjónarhornum sem fylgja Frants inn í fyrirtækið.

„Frants hefur gríðarlega mikla reynslu og hefur staðið fyrir glæsilegum þroska þeirra fyrirtækja sem hann hefur áður unnið hjá. Með Frants við stjórnvölinn mun ég líka fá tækifæri og meiri tíma til að vinna í verkefnum, samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila, auk þess að fá meiri tíma til að vinna að og þróa nýskapandi, auðlindameðvitaðan og endurnýjanlegan arkitektúr. Ég hlakka mikið til þess.“