Hildur Björk Haf­steins­dóttir hefur verið ráðin for­stöðu­maður markaðs­mála og upp­lifunar hjá VÍS.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá fyrir­tækinu en þar segir að Hildur hafi víð­tæka þekkingu á markaðs­málum og búi yfir um­fangs­mikilli reynslu sem stjórnandi.

„Undan­farið ár hefur Hildur starfað sem for­stöðu­maður hjá ISAVIA þar sem hún leiddi markaðs­mál fé­lagsins og upp­lifun far­þega á Kefla­víkur­flug­velli. Þar áður starfaði Hildur sem for­stöðu­maður markaðs­mála hjá Símanum. Hún er með meistara­gráðu í við­skipta­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík og BS-gráðu í sömu grein frá Há­skóla Ís­lands. Á árunum 2018-2022, sat Hildur Björk í stjórn Í­MARK, sam­tökum ís­lensks markaðs­fólks,“ segir í til­kynningu.

Félagið á spennandi vegferð

Hildur Björk hefur störf 1. septem­ber nk. Hildur

„Ég er stolt af því að hefja störf hjá VÍS en mér finnst fé­lagið vera á spennandi veg­ferð. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til þess að styrkja fé­lagið enn frekar í sókn þess á ís­lenskum trygginga­markaði,“ segir Hildur Björk í til­kynningunni.

„Við erum virki­lega á­nægð með að hafa fengið Hildi til liðs við okkar frá­bæra teymi. Hildur er reynslu­mikill leið­togi og öflug markaðs­manneskja sem mun koma sterk inn í þau verk­efni sem fram undan eru. VÍS er í um­breytingar­ferli og í mikilli sókn um land allt. Vöru­merkið okkar og upp­lifun við­skipta­vina eru þar í lykil­hlut­verki. Ég er sann­færð um að Hildur sé rétta manneskjan til þess að taka það á­fram með okkur. Ég hlakka því til sam­starfsins,“ segir Ingi­björg Ás­dís Ragnars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri sölu og þjónustu hjá VÍS.