Ingveldur Kristjánsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dineout, en um nýja stöðu er að ræða hjá hugbúnaðarfyrirtækinu. Hún mun einna helst sinna daglegum rekstri, áætlanagerð, fjármálum, markaðsmálum og greiningu nýrra tækifæra og hefur þegar hafið störf.

Síðustu sex ár hefur Ingveldur rekið sitt eigið markaðsfyrirtæki og aðstoðað hin ýmsu fyrirtæki, meðal annars Dineout, við að gera sig sýnilegri með stafrænni markaðssetningu. Hún hefur einnig unnið hjá Hagkaup, Marel og Íslandsbanka.

„Það er frábært að fá Ingveldi formlega inn í sístækkandi teymi Dineout. Hún þekkir reksturinn afar vel, sem og það umhverfi sem við störfum í enda hefur hún unnið með mér sem sjálfstæður ráðgjafi allt frá stofnun Icelandic Coupons, sem sameinaðist Dineout á síðasta ári,” segir

Ingveldur er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í markaðsfræði frá sama skóla.

„Það hefur verið lyginni líkast að fylgjast með vexti og velgengni Dineout frá því að ég kynntist Ingu Tinnu og fyrirtækinu fyrir nokkrum árum. Það er því ánægjulegt að fá loks tækifæri til að taka þátt í komandi sókn Dineout sem ætlar sér stóra hluti á markaði sem er í stöðugri þróun og reiðir sig í mun meira mæli á tækni til að auðvelda reksturinn,” segir Ingveldur.