Jón Brynjar Ólafsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Héðins en Jón Brynjar kemur frá Sýn hf. þar sem hann var forstöðumaður fjármála. Þar áður var hann hjá Advania Ísland ehf. um átta ára skeið sem forstöðumaður hagdeildar og svo fjármálastjóri félagsins.

„Ég er mættur til starfa hjá Héðni fullur tilhlökkunar. Hér finnur maður að ræturnar eru djúpar og reynslumikið fólk í hverju rúmi,“ segir Jón Brynjar, sem er jafnframt með meist­ara­gráðu í fjár­mál­um og stefnu­mót­andi stjórn­un frá Copen­hagen Bus­iness School.

Jón Brynjar Ólafsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Héðins en Jón Brynjar kemur frá Sýn hf. þar sem hann var forstöðumaður fjármála. Þar áður var hann hjá Advania Ísland ehf. um átta ára skeið sem forstöðumaður hagdeildar og svo fjármálastjóri félagsins.

„Ég er mættur til starfa hjá Héðni fullur tilhlökkunar. Hér finnur maður að ræturnar eru djúpar og reynslumikið fólk í hverju rúmi,“ segir Jón Brynjar, sem er jafnframt með meist­ara­gráðu í fjár­mál­um og stefnu­mót­andi stjórn­un frá Copen­hagen Bus­iness School.

Héðinn hefur verið leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni á Íslandi í yfir 100 ár. Fyrirtækið sinnir fjölbreyttri þjónustu við sjávarútveg, stóriðjufyrirtæki og orkuframleiðendur. Starfsmenn Héðins eru þá tæplega 140 talsins.

„Jón Brynjar er reynslumikill og árangursdrifinn stjórnandi með yfir tíu ára reynslu af fjármálum og rekstri fyrirtækja. Við fögnum því að fá svona öflugan mann til starfa með okkur hjá Héðni,“ segir Eðvarð Ingi Björgvinsson, framkvæmdastjóri Héðins.