Bjarni Már Magnússon tók nýlega við starfi deildarforseta lagadeildar Háskólans á Bifröst eftir áratug hjá Háskólanum í Reykjavík.
Bjarni segist hálfpartinn hafa „slysast inn í lögfræðina“ eftir að hafa haft stjórnmálafræði, sögu eða guðfræði í huga. „Ég ætlaði að læra allt annað. Svo endaði á því á lokadegi skráningar að ég skráði mig bara í lögfræði.“
Á þeim tíma fór fyrsta önnin öll í áfangann almenn lögfræði og aðeins 15% nemenda stóðust prófið. Bjarni var einn þeirra, þó með lægstu mögulegu einkunn. „Flestir voru að taka þetta í annað eða þriðja skiptið. Ég held það hafi verið 7 af 210 að fara inn í fyrsta. Ég hefði örugglega bara gert eitthvað annað ef ég hefði ekki sloppið í gegn.“
Eftir útskrift 2007 snéri Bjarni aftur til Íslands en hitti þá vinnumarkaðinn heldur illa fyrir. „Ég kem heim akkúrat þegar allir eru hættir að ráða.“ Þá voru góð ráð dýr, en svo fór að hann fékk starf við kennslu við Háskólann á Akureyri fyrir tilstilli móður sinnar, sem þá var þar deildarformaður.
„Ég hafði nú aldrei leitt hugann að kennslu sjálfur, en þarna kviknaði áhuginn,“ segir Bjarni og kennir mömmu sinni því um kennsluferilinn. Ekki leið þó á löngu þar til hrunið skall á, og í kjölfarið afréð hann að fara í doktorsnám.
Nánar er rætt við Bjarna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út á miðvikudag.