Framvís, samtök vísifjárfesta, hefur ráðið Lailu Sæunni Pétursdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með september 2024.
Laila hefur fjölbreytta starfsreynslu að baki og rekur markaðsstofuna Laila slf. Hún hefur áratuga reynslu á sviði markaðsmála og almannatengsla og sinnir ýmsum verkefnum á borð við markaðs- og kynningarmál fyrir Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, verkefnastjórn AWE nýsköpunarhraðals HÍ og bandaríska sendiráðsins
Framvís, samtök vísifjárfesta, hefur ráðið Lailu Sæunni Pétursdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með september 2024.
Laila hefur fjölbreytta starfsreynslu að baki og rekur markaðsstofuna Laila slf. Hún hefur áratuga reynslu á sviði markaðsmála og almannatengsla og sinnir ýmsum verkefnum á borð við markaðs- og kynningarmál fyrir Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, verkefnastjórn AWE nýsköpunarhraðals HÍ og bandaríska sendiráðsins
Hún annast einnig markaðsátök Krafts stuðningsfélags, rekstur og markaðsmál Ribsafari ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og markaðs- og almannatengsl hjá Mímir-símenntun.
„Við hjá Framvís erum virkilega ánægð að fá Lailu til liðs við samtökin þar sem hún býr yfir áralangri og víðtækri reynslu og þekkingu. Að fá kraftmikla starfskrafta hennar til okkar í Framvís skiptir miklu máli og hlökkum við í Framvís til að vinna með henni í að bæta við stuðning við engla- og vísisjóði í gegnum samtökin,“ segir Sigurður Arnljótsson, stjórnarformaður Framvís.
Laila er með BA gráðu í íslensku og þýsku frá Háskóla Íslands, MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og MS gráðu í blaðamennsku frá London University of the Arts.