Linda Heimisdóttir tók við framkvæmdastjórn Miðeindar 1. júní síðastliðinn. Hún er með MA og doktorsgráðu í málvísindum frá Cornell háskóla og BA gráðu í íslensku, með latínu sem undirgrein.

Hún hefur áralanga reynslu úr máltæknigeiranum en undanfarin ár hefur hún starfað hjá alþjóðlega fyrirtækinu Appen, sem sérhæfir sig í söfnun og merkingu gagna fyrir máltækni og gervigreind. Linda gegndi ýmsum störfum hjá Appen, nú síðast sem verkefnastofnstjóri á sviði máltækniverkefna.

Linda gekk til liðs við Miðeind í byrjun árs 2023, þá sem rekstrarstjóri fyrirtækisins.

„Á þeim mánuðum sem Linda hefur starfað hjá Miðeind hefur hún sýnt af sér framúrskarandi dugnað og metnað fyrir öllum verkefnum fyrirtækisins. Hún hefur notað tímann til að kynnast viðskiptavinum og samstarfsaðilum, setja sig vel inn í öll yfirstandandi verkefni, hrinda af stað nýjum verkefnum og móta af fagmennsku og öryggi nýja ferla innan fyrirtækisins. Við erum himinlifandi með nýjan framkvæmdastjóra og hlökkum til að njóta áfram krafta hennar,“ segir í tilkynningu.