Kristinn Már Reynisson hefur verið ráðinn til SVÞ, samtaka verslunar og þjónustu, og mun hefja störf 1. september næstkomandi. Hann mun starfa sem lögfræðingur samtakanna og verður þar að auki staðgengill framkvæmdastjóra.
Á starfsferli sínum hefur Kristinn Már unnið sem ráðgjafi og starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu, Íslandspósti og Orkuveitu Reykjavíkur.
Kristinn Már Reynisson hefur verið ráðinn til SVÞ, samtaka verslunar og þjónustu, og mun hefja störf 1. september næstkomandi. Hann mun starfa sem lögfræðingur samtakanna og verður þar að auki staðgengill framkvæmdastjóra.
Á starfsferli sínum hefur Kristinn Már unnið sem ráðgjafi og starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu, Íslandspósti og Orkuveitu Reykjavíkur.
Áður en Kristinn fór á lögfræðibrautina tók hann sér einn vetur í að læra frönsku í Chamonix í Frakklandi. Það voru þó aðallega skíðasvæðin sem heilluðu hann en Kristinn er mikill snjóbrettaáhugamaður.
„Ef ég hefði bara ætlað mér að læra frönsku þá hefði ég sóst meira í láglendið en ég var aðallega að sækjast eftir því að komast á snjóbretti.“
Nánar er fjallað um Kristin Má í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.