Lögmannstofan Réttur – Aðalsteinsson & Partners hefur fengið Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur sem nýjan meðeiganda. Sigrún hefur starfað á stofunni frá því að hún lauk LLM gráðu frá Harvard.

„Vinna mín hér hefur aðallega verið tvíþætt, það er annars vegar í alþjóðlegum fyrirtækjarétti þar sem ég vann stundum með innlendan rétt og stundum með erlendan og hvernig þetta allt spilar saman. Síðan hef ég einnig mikið starfað í mannréttindamálum og fjölmiðlarétti, þar sem ég var að verja tjáningarfrelsi fjölmiðla, til dæmis var ég í lögbannsmálinu gegn Stundinni,“ segir Sigrún sem er ekki viss um að það breyti mjög miklu að verða meðeigandi.

„Við vinnum hér mikið í teymum en auðvitað er það einhver breyting að fara úr því að vera starfsmaður í að vera einn af eigendum fyrirtækisins, taka þátt í stefnumótun og geta starfað meira sjálfstætt, í stað þess að vera fulltrúi einhvers annars lögmanns.“

Sigrún hefur unun af því að ferðast í frítíma sínum og sérstaklega að kynnast framandi menningu meðan kærasti hennar, Orri Freyr Rúnarsson, er mikill dýraáhugamaður. „Við höfum sameinað þetta með því að skoða framandi dýr og þá fæ ég tækifæri til að heimsækja áhugaverð frumbyggjasamfélög,“ segir Sigrún sem les glæpasögur þess á milli.

„Í ferðalögum okkar erum við yfirleitt að elta uppi einhver skrýtin dýr, við höfum farið til Amazon, en í sumar fórum við til Afríku í tæplega fjögurra vikna tjaldferðalag um Úganda, Rúanda, Kenýa og Tansaníu. Það er mjög gott að komast af skrifstofunni í svona tjaldlíf við frumstæðar aðstæður og tékka sig alveg út, þar sem er ekkert neteða símasamband.

Það sem stendur upp úr í ferðalaginu var að við hittum villtar fjallagórillur, en ég held að það séu einhverjar 700 eftir í heiminum, svo það eru mjög strangar reglur um heimsóknina. En með þessum heimsóknum hefur þeim tekist að skapa tekjur af ferðamönnum og hefur stofninn farið stækkandi á ný.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .

Lögmannstofan Réttur – Aðalsteinsson & Partners hefur fengið Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur sem nýjan meðeiganda. Sigrún hefur starfað á stofunni frá því að hún lauk LLM gráðu frá Harvard.

„Vinna mín hér hefur aðallega verið tvíþætt, það er annars vegar í alþjóðlegum fyrirtækjarétti þar sem ég vann stundum með innlendan rétt og stundum með erlendan og hvernig þetta allt spilar saman. Síðan hef ég einnig mikið starfað í mannréttindamálum og fjölmiðlarétti, þar sem ég var að verja tjáningarfrelsi fjölmiðla, til dæmis var ég í lögbannsmálinu gegn Stundinni,“ segir Sigrún sem er ekki viss um að það breyti mjög miklu að verða meðeigandi.

„Við vinnum hér mikið í teymum en auðvitað er það einhver breyting að fara úr því að vera starfsmaður í að vera einn af eigendum fyrirtækisins, taka þátt í stefnumótun og geta starfað meira sjálfstætt, í stað þess að vera fulltrúi einhvers annars lögmanns.“

Sigrún hefur unun af því að ferðast í frítíma sínum og sérstaklega að kynnast framandi menningu meðan kærasti hennar, Orri Freyr Rúnarsson, er mikill dýraáhugamaður. „Við höfum sameinað þetta með því að skoða framandi dýr og þá fæ ég tækifæri til að heimsækja áhugaverð frumbyggjasamfélög,“ segir Sigrún sem les glæpasögur þess á milli.

„Í ferðalögum okkar erum við yfirleitt að elta uppi einhver skrýtin dýr, við höfum farið til Amazon, en í sumar fórum við til Afríku í tæplega fjögurra vikna tjaldferðalag um Úganda, Rúanda, Kenýa og Tansaníu. Það er mjög gott að komast af skrifstofunni í svona tjaldlíf við frumstæðar aðstæður og tékka sig alveg út, þar sem er ekkert neteða símasamband.

Það sem stendur upp úr í ferðalaginu var að við hittum villtar fjallagórillur, en ég held að það séu einhverjar 700 eftir í heiminum, svo það eru mjög strangar reglur um heimsóknina. En með þessum heimsóknum hefur þeim tekist að skapa tekjur af ferðamönnum og hefur stofninn farið stækkandi á ný.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .