"Ég hef fengið að þróast með fyrirtækinu,“ segir Ásta María Marinósdóttir nýráðinn framkvæmdarstjóri Special Tours.
Hún tók við stöðunni þann 1. júní síðastliðinn en Ásta María byrjaði fyrst hjá Special Tours árið 2013. „Ég byrjaði hjá fyrirtækinu beint eftir nám, þá fyrst sem móttökustjóri og árið 2015 var ég orðin sölustjóri.“ Special Tours er fyrirtæki í sjósækinni ferðaþjónustu sem leggur áherslu á siglingar út frá gömlu höfninni í Reykjavík, það eru þá meðal annars hvalaskoðunarferðir, norðurljósaferðir á sjó, lundaskoðunarferðir og sjóstangveiði. Fyrirtækið hefur stækkað mikið síðastliðin ár og í samstæðu Special Tours eru ennig hvalasýningin Whales of Iceland á Granda og kaffihúsið Reykjavík Röst við gömlu höfnina.
Ásta María er alin upp í sveit rétt fyrir utan Akranes en flutti til Reykjavíkur til að fara í Verzlunarskólann. Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún kláraði Bachelor-gráðu í jarðfræði. „ Það eru ekki margir sem myndu giska á það, að ég er menntaður jarðfræðingur.“ Ásta María leiddist svo út í ferðamálageirann á meðan hún var í háskólanum, en hún starfaði meðfram síðasta námsárinu hjá kynnisferðum. „Maður leiddist bara svolítið út í þetta, ferðamálafræðin og jarðfræðin eru auðvitað í sömu byggingu í háskólanum, það hefur ábyggilega spilað eitthvað inn í.“
"Ég hef fengið að þróast með fyrirtækinu,“ segir Ásta María Marinósdóttir nýráðinn framkvæmdarstjóri Special Tours.
Hún tók við stöðunni þann 1. júní síðastliðinn en Ásta María byrjaði fyrst hjá Special Tours árið 2013. „Ég byrjaði hjá fyrirtækinu beint eftir nám, þá fyrst sem móttökustjóri og árið 2015 var ég orðin sölustjóri.“ Special Tours er fyrirtæki í sjósækinni ferðaþjónustu sem leggur áherslu á siglingar út frá gömlu höfninni í Reykjavík, það eru þá meðal annars hvalaskoðunarferðir, norðurljósaferðir á sjó, lundaskoðunarferðir og sjóstangveiði. Fyrirtækið hefur stækkað mikið síðastliðin ár og í samstæðu Special Tours eru ennig hvalasýningin Whales of Iceland á Granda og kaffihúsið Reykjavík Röst við gömlu höfnina.
Ásta María er alin upp í sveit rétt fyrir utan Akranes en flutti til Reykjavíkur til að fara í Verzlunarskólann. Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún kláraði Bachelor-gráðu í jarðfræði. „ Það eru ekki margir sem myndu giska á það, að ég er menntaður jarðfræðingur.“ Ásta María leiddist svo út í ferðamálageirann á meðan hún var í háskólanum, en hún starfaði meðfram síðasta námsárinu hjá kynnisferðum. „Maður leiddist bara svolítið út í þetta, ferðamálafræðin og jarðfræðin eru auðvitað í sömu byggingu í háskólanum, það hefur ábyggilega spilað eitthvað inn í.“
„Fyrirtækinu hefur verið stýrt mjög vel í gegnum síðustu tvö mjög strembin ár,“ segir Ásta María aðspurð um hvernig félagið komi undan faraldri. „Við á Íslandi finnum þó minna fyrir því en annars staðar, við erum það heppin að hafa getað keyrt þjónustuna yfir sumartímann. Maður heyrir mun verri sögur frá erlendum aðilum í ferðaþjónustu, þetta hefur verið mjög tilfinningaþrungið fyrir marga.“
Ásta María er trúlofuð Björgúlfi Bóassyni, vélstjóra á frystitogara Arctic Prime, en þau kynntust í gegnum sjógeirann. Þau búa á Akranesi og eiga tvö börn. Ásta María segir að það sé gott að hafa baklandið nálægt sér þar sem börnin eru ung og þau séu bæði í krefjandi í störfum.
„Það er mikil keyrsla framundan,“ bætir Ásta María við. „Maðurinn sér um hús og börn á meðan ég sinni nýju starfi.“ Í sumar ætla hjónin til Parísar í foreldrafrí en munu annars fyrst og fremst leggja áherslu á að reyna að eyða sem mestum tíma saman, með bæði nánustu fjölskyldunni og stórfjölskyldunni.
Viðtalið við Ástu birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.