Heið­dís Inga Hilmars­dóttir hefur verið ráðin verk­efna­stjóri á sviði sjálf­bærni hjá Krónunni. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Krónunni.

Heið­dís er með MSc-gráðu í sjálf­bærri þróun frá Upp­sala­há­skóla á­samt því að vera menntaður vöru­hönnuður úr Lista­há­skóla Ís­lands, segir í til­kynningu frá fyrir­tækinu. Hún starfaði áður hjá Havarí menningar­setri í Beru­firði, í tækni­deild Þjóð­leik­hússins, á­samt því að hafa stofnað og rekið fyrir­tæki og hannað og markaðs­sett eigin vörur.

„Heið­dís mun leiða marg­vís­leg verk­efni sem stuðla að því að Krónan nái mark­miðum sínum um sjálf­bærni. Úr stefnu Krónunnar í þessum mála­flokki má meðal annars nefna minnkun matar­sóunar, að nota um­hverfis­væna orku­gjafa og lág­marka orku­notkun, sýna á­byrgð í vali á um­búðum og vera leiðandi í sorp­flokkun,“ segir í til­kynningu.

Guð­rún Aðal­steins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Krónunnar, segir ráðningu Heið­dísar til marks um sí­aukna á­herslu Krónunnar á þennan mála­flokk.

„Við erum stolt af þeim fjöl­breytta árangri sem Krónan hefur náð í um­hverfis- og sam­fé­lags­málum. Við vitum að það er enn mikið verk ó­unnið og Heið­dís mun reynast okkur frá­bær liðs­styrkur í