Pálmi Guðmundsson hefur látið af störfum sem dagskrárstjóri Símans eftir sjö ára starf. Hann sagði í samtali við Vísi að hann hafi sat upp að eigin ósk á fimmtudaginn síðasta. Pálmi sagðist vilja halda því fyrir sig hvað tekur við.

Pálmi var ráðinn dagskrárstjóri hjá Símanum í maí 2015 en þar áður starfaði hann sem dagskrárstjóri Skjás eins á árunum 2013-2015. Þar áður starfaði hann sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 frá árinu 2001 til 2013.