Róbert Aron Magnússon, einnig þekktur sem Robbi Kronik, hefur verið ráðinn sem markaðs- og verkefnastjóri „Miðborgin – Reykjavík - Félagasamtök„ sem er nýtt markaðsfélag miðborgarinnar sem stofnað var í mars.

Tilgangur og markmið félagsins er að kynna miðborgina sem spennandi og skemmtilegan áfangastað. Upplýsa um þann mikla fjölbreytileika sem miðborgin hefur upp á að bjóða.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Róbert hefur gríðarlega reynslu af markaðsmálum og verkefnastjórnun sem framkvæmdarstjóri Götubitans, en þar hefur hann unnið náið með Reykjavíkurborg við skipulagningu á hinum ýmsu viðburðum í miðborginni og víðar.

Hann er með meistaragráðu frá University Of Westminister í Business Management og lauk nýlega námi sem viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur.