Saga Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hefur starfað sem hagfræðingur undanfarin 10 ár og í störfum sínum sinnt greiningum á stöðu og horfum í efnahags- og fjármálum.

Undanfarin ár hefur Saga starfað sem hagfræðingur á skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hún hefur sinnt margvíslegum verkefnum, má þar nefna efnahagslegar greiningar og ráðgjöf, og haft umsjón með ýmsu alþjóðasamstarfi.

Saga Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hefur starfað sem hagfræðingur undanfarin 10 ár og í störfum sínum sinnt greiningum á stöðu og horfum í efnahags- og fjármálum.

Undanfarin ár hefur Saga starfað sem hagfræðingur á skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hún hefur sinnt margvíslegum verkefnum, má þar nefna efnahagslegar greiningar og ráðgjöf, og haft umsjón með ýmsu alþjóðasamstarfi.

Þá sinnir hún samskiptum við lánshæfismatsfyrirtækin Moodys, Fitch og S&P sem meta lánshæfi ríkissjóðs auk þess sem hún er í samninganefnd ríkisins en nefndin annast alla kjarasamningagerð. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá RBB Economics í Stokkhólmi, sem er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki með sérhæfingu á sviði samkeppnismála.

Hún lauk meistaraprófi í hagfræði frá Barcelona Graduate School of Economics árið 2017, með áherslu á rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði og hagrannsóknir, og B.Sc. námi í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Í starfi aðalhagfræðings mun Saga veita sveitarfélögum faglega ráðgjöf í efnahagsmálum. Aðalhagfræðingur mun bera ábyrgð á að framkvæma greiningar á efnahagslegum áhrifum gagnvart sveitarfélögum, taka þátt í að móta stefnu Sambandsins í efnahagsmálum, leggja mat á hagræna þróun sveitarstjórnarstigsins og miðla upplýsingum því tengdu til sveitarfélaga og hagaðila.