Fyrsti dagur Jóhanns Más hjá Wolt hófst 2. september síðastliðinn. Þar áður starfaði hann hjá Lava Cheese sem fjármálastjóri en hann var einnig hluthafi í fyrirtækinu. Wolt hóf göngu sína í Reykjavík í maí 2023 og hefur stækkað töluvert síðan þá.
Sem forstöðumaður viðskiptastýringar mun Jóhann leiða sölu- og lykilviðskiptateymi sem vinnur náið með veitingastöðum og verslunum um allt land.
Fyrsti dagur Jóhanns Más hjá Wolt hófst 2. september síðastliðinn. Þar áður starfaði hann hjá Lava Cheese sem fjármálastjóri en hann var einnig hluthafi í fyrirtækinu. Wolt hóf göngu sína í Reykjavík í maí 2023 og hefur stækkað töluvert síðan þá.
Sem forstöðumaður viðskiptastýringar mun Jóhann leiða sölu- og lykilviðskiptateymi sem vinnur náið með veitingastöðum og verslunum um allt land.
„Það sem er skemmtilegast við þetta er að við erum að vaxa mikið á þessum íslenska markaði og það hefur gengið mjög vel frá því Wolt byrjaði hér. Það er alltaf gaman að vera partur af vexti og maður sér ótrúleg tækifæri fram undan, til dæmis í smásölu.“
Jóhann segir að það sé gaman að vera partur af alþjóðlegu neti en stór hluti af hans starfi snýst um að kynnast starfsemi Wolt erlendis og sjá hvernig hún gæti heimfærst yfir til Íslands. Jóhann kemur reyndur í nýja starfið en hann hefur unnið fyrir sprotafyrirtæki í nokkur ár og var meðal annars framkvæmdastjóri Nordic Souvenir.
Nánar er fjallað um Jóhann Má í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.