Thelma Wilson hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuupplifunar viðskiptavina eða Customer Experience hjá Heimkaup.is. Thelma mun hafa yfirumsjón með öllu sem snýr að upplifun viðskiptavina Heimkaup.is. Thelma mun taka sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins, taka þátt í stefnumótun og tryggja að þarfir og ánægja viðskiptavina séu ávallt í forgrunni.
Thelma er með BS gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Thelma starfaði sem sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Icelandair og þar áður vann hún á ráðgjafarsviði KPMG og European Risk Insurance Company hf.
„Það er mikill fengur í Thelmu til starfa hjá Heimkaup.is. Þekkingu hennar og reynsla í tengslum við upplifun viðskiptavina og greiningu gagna bætir miklu við þá þekkingu sem við höfum yfir að búa,“ segir Jón Diðrik Jónsson stjórnarformaður.
„Verkfræðibakgrunnur Thelmu og þekking á straumlínustjórnun mun að auki bæta verulega við getu fyrirtækisins þegar kemur að því að innleiða verklag og ferla. Við bjóðum Thelmu hjartanlega velkomna til starfa.“
Heimkaup segir í tilkynningu að félagið hafi m.a. mælst með hæstu meðmælavísitölu meðal þeirra sem versla matvöru á netinu og að ráðning sé Thelmu hluti af því að tryggja að fyrirtækið haldi því forskoti.