Þeir Edwin Árnason. Evert Guðmundsson og Þorgeir Símonarson hafa gengið til liðs við Pálsson fasteignasölu.
Edwin Árnason hefur starfað við fasteignasölu frá því í október 2008 og þar áður sem framkvæmdastjóri og eigandi Sólargluggatjalda ehf.
Hann er með stúdentspróf frá Fjölbrautarskóla Garðabæjar og lauk námi í löggildingu fasteignasala vorið 2015.
Evert Guðmundsson hefur starfað við sölu fasteigna síðan áramótin 2016 ásamt því að hafa starfað sem liðveitandi fyrir Kópavogsbæ.
Hann er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund og lauk námi til löggildingar fasteignasala vorið 2017.
Þorgeir Símonarson hefur starfað yfir áratug sem fasteignasali hjá Torgi Fasteignasölu ásamt því að starfa samhliða því sem flugmaður hjá Icelandair
Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og er löggiltur fasteignasali frá Endurmenntun Háskóla Íslands.