Systurfélögin Andes og Prógramm hafa ráðið til sín þær Önnu Zuchowicz sem rekstrarstjóra (COO), Erlu Sylvíu Guðjónsdóttur sem mannauðsstjóra og Írisi Ösp Björnsdóttur sem fjármálastjóra. Greint er frá ráðningum þeirra í fréttatilkynningu.

Munu þær Anna, Erla Sylvía og Íris einnig taka sæti í sameiginlegri framkvæmdastjórn félaganna og verða því konur þar í meirihluta, nokkuð sem telst óalgengt í heimi upplýsingatækni, að því er segir í fréttatilkynningunni.

Systurfélögin Andes og Prógramm hafa ráðið til sín þær Önnu Zuchowicz sem rekstrarstjóra (COO), Erlu Sylvíu Guðjónsdóttur sem mannauðsstjóra og Írisi Ösp Björnsdóttur sem fjármálastjóra. Greint er frá ráðningum þeirra í fréttatilkynningu.

Munu þær Anna, Erla Sylvía og Íris einnig taka sæti í sameiginlegri framkvæmdastjórn félaganna og verða því konur þar í meirihluta, nokkuð sem telst óalgengt í heimi upplýsingatækni, að því er segir í fréttatilkynningunni.

Anna kemur frá Aurbjörgu þar sem hún starfaði sem vöruþróunarstjóri. Áður starfaði hún í Kviku banka sem þróunar- og gæðastjóri UT. Anna hefur einnig unnið sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Landsbankanum og þar áður hjá Össuri.

Anna er með B.Sc. gráður í tölvunar- og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Erla kemur frá Rapyd (áður Valitor) þar sem hún hefur starfað frá árinu 2018, fyrstu tvö árin sem mannauðssérfræðingur, en síðar sem forstöðumaður mannauðsmála fyrir Ísland og Bretland. Áður starfaði hún sem gæða- og mannauðsstjóri hjá Bílaumboðinu Öskju og þar áður sem fjármálaráðgjafi hjá Umboðsmanni skuldara.

Erla er með M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, B.S. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla og á einnig að baki nám í mannauðsstjórnun við CBS í Kaupmannahöfn. Þá hefur hún lokið stjórnendamarkþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík sem og jógakennaranámi.

Íris kemur frá Nasdaq þar sem hún hefur starfað undanfarin 18 ár, meðal annars sem forstöðumaður viðskiptaþróunar og rekstrar, og sem forstöðumaður rekstrarsviðs hjá Nasdaq á Ísland. Hún starfaði áður sem sérfræðingur á skráningarsviði og í eftirliti á markaði hjá Nasdaq.

Íris hóf starfsferil sinn hjá Deloitte á Íslandi í reikningshaldi og endurskoðun og er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands og Cand oecon í reikningshaldi og endurskoðun frá sama skóla.

Hlöðver Þór Árnason, framkvæmdastjóri Andes og Prógramm, segir tilkomu Önnu, Erlu Sylvíu og Írisar í framkvæmdastjórn mikilvægt skref fyrir vegferð félaganna.

„Við erum virkilega ánægð með að fá Önnu, Erlu Sylvíu og Írisi til að leiða þessi mikilvægu svið innan fyrirtækisins. Þeirra þekking og reynsla mun vera ómetanleg í því að styrkja Andes og Prógramm í núverandi vegferð og stuðla að áframhaldandi vexti og framförum.“