Hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þau Helgu Þóreyju Björnsdóttur, Ara Kvaran og Söru Húnfjörð Jósepsdóttur og munu þau öll starfa sem ráðgjafar í viðskiptagreind (BI).

Expectus er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingatækni, rekstrarráðgjöf, stefnumótun og viðskiptagreind.

Helga Þórey Björnsdóttir er sérfræðingur í viðskiptagreind með B.Sc.-gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún fór síðan til Danmerkur þar sem hún nam við Danmarks Tekniske Universitet (DTU) og lauk þaðan meistaragráðu í Mathematical Modeling and Computation. Helga Þórey hefur undanfarin ár starfað sem sölufulltrúi hjá Mjólkursamsölunni í öllum sumar- og jólafríum.

Ari Kvaran hefur meðal annars verið aðstoðarkennari í líkindareikningi og tölfræði við Háskóla Íslands auk þess sem hann tók nýverið þátt í nýsköpunarverkefni á vegum SÁÁ við að þróa frumgerð að hugbúnaði til aðstoðar fólki sem bíður innlagnar á Vog. Hann er með B.Sc.-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, var í skiptinámi í sömu grein við Koera University og lauk M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði og stjórnun frá Danmarks Tekniske Universitet.

Sara Húnfjörð Jósepsdóttir, ráðgjafi í viðskiptagreind, lauk B.Sc. í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. Engineering – Mathematical Modelling and Computation, frá Tækniháskólanum í Danmörku (Danmarks Tekniske Universitet). Hún var í hlutastarfi sem forritari fyrir vélaverkfræðideild DTU samhliða námi þar sem hún aðstoðaði við að þróa nýja prótótýpu á viðmóti fyrir notkun í iðnaði. Sumarið 2021 starfaði Sara hjá Heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík (Medical Technology Center) sem aðstoðarmaður rannsókna þar sem hún vann úr heilbrigðisgögnum.