Auður Ýr Jóhannsdóttir og Tinna Björk Bryde hafa gengið til liðs við Pálsson fasteignasölu.

Tinna hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði, viðskiptaþróun og vöruþróun. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið námi í verkefnastjórnun og löggildingu fasteignasala.

Áður en hún hóf störf hjá Pálsson fasteignasölu starfaði hún meðal annars hjá Aurbjörgu, Creditinfo og Íslandsbanka.

Hún hefur þá komið að þróun stafrænna lausna, þar á meðal lánareiknivél og rafræns greiðslumats sem markaði tímamót með því að stytta úrvinnslu frá nokkrum dögum niður í örfáar mínútur.

Auður Ýr er með BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands auk diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún er nú í námi til löggildingar fasteigna og skipasala.

Áður starfaði hún við bókhald hjá Bókhaldi & þjónustu og svo hjá Bílaumboðinu Öskju. Síðast starfaði Auður við endurskoðun hjá Ríkisendurskoðun.