Landsvirkjun stefnir á að auka erlendar fjárfestingar en fyrirtækið hefur þegar skoðað samstarf í Grænlandi og verið í samstarfi við kanadíska fyrirtækið Growler Energy, sem er í einkaeigu. Robert Woolgar, forstjóri fyrirtækisins, segir að Landsvirkjun hafi fylgt þeim frá upphafi.
„Samstarfið hefur ekki verið bundið við verkefnin sjálf heldur líka hvernig eigi að byggja upp fyrirtæki og finna réttu nálgunina, hvernig á að sinna þróun en á sama tíma horfa til þess hvaða verkefni eru skynsamlegust,“ segir Robert.
Frá stofnun hefur Growler Energy meðal annars komið að þróun verkefnis í norðurhluta Kanada í samstarfi við Landsvirkjun auk þess sem til skoðunar eru verkefni á öðrum svæðum. Aðspurður hvernig það er að vera einkafyrirtæki á orkumarkaði segir Robert að í því felist bæði takmarkanir og tækifæri.
„Takmarkanirnar felast helst í regluverkinu og að það sé pláss fyrir fyrirtæki í einkaeigu en tækifærin felast í því að sinna litlum til miðlungsstórum verkefnum sem gætu verið torsóttari fyrir stærri fyrirtæki í opinberri eigu að sinna út frá kostnaðarsjónarmiðum eða öðrum þáttum.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.