GeoSalmo er meðal þriggja landeldisfyrirtækja sem hafa boðað stórfellda uppbyggingu landeldis í Þorlákshöfn. Þá eru landeldisfyrirtæki víðar á landinu.
Håkon André Berg, nýr stjórnarformaður félagsins, segist þó ekki hafa áhyggjur af samkeppni, enda eftirspurnin eftir afurðum gríðarleg. Í upphafi eigi fyrirtækin það þó til að bera sig saman þegar kemur að tækni, kostnaði, skipulagi rekstrar og svo fram eftir götunum.
GeoSalmo er meðal þriggja landeldisfyrirtækja sem hafa boðað stórfellda uppbyggingu landeldis í Þorlákshöfn. Þá eru landeldisfyrirtæki víðar á landinu.
Håkon André Berg, nýr stjórnarformaður félagsins, segist þó ekki hafa áhyggjur af samkeppni, enda eftirspurnin eftir afurðum gríðarleg. Í upphafi eigi fyrirtækin það þó til að bera sig saman þegar kemur að tækni, kostnaði, skipulagi rekstrar og svo fram eftir götunum.
„Það sem getur verið áskorun á Íslandi er að íbúafjöldinn er takmarkaður í samanburði við Noreg til að mynda, þó að Noregur sé ekki fjölmennt land. Þegar fjöldi fyrirtækja kemur inn á sama tíma er mikil þörf á hæfu og reyndu fólki og það er mjög mikilvægt að vera aðlaðandi atvinnurekandi. En almennt séð eru þessi fyrirtæki ekki samkeppnisaðilar í hefðbundnum skilningi, eins og til dæmis Nike og Adidas eru,“ segir Håkon.
Ísland sé fullkominn staður fyrir verkefni sem þetta og tækifærin endalaus.
„Í Noregi eru 1,5 milljónir tonna af laxi framleiddar á ári, þannig að í hverjum einasta flóa, firði og svæði eru eldisstöðvar. Hætta á mengun og sjúkdómahætta er meiri, hreinleiki vatnsins er ekki sá sami en hér ertu með vatn sem síast í gegnum hraunið. Hér eru eiginlega engar aðrar eldisstöðvar, sérstaklega á þessu svæði, og allir kjarnaþættir eru til staðar. Auk þess er það áhugavert út frá markaðssjónarmiðum að Ísland er mun nær Bandaríkjunum og því þarft þú ekki að fljúga með fiskinn. Út frá sjálfbærnisjónarmiðum er þetta mikið verðmætari kostur,“ segir Håkon.
„Þetta gæti markað þáttaskil fyrir Ísland og laxiðnaðinn í heild sinni.“
Nánar er rætt við Håkon í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.