Árið 2023 var besta rekstrarár kynlífstækjaverslunarinnar Blush en kaup á kynlífstækjum virðast ekki vera jafn mikið feimnismál og áður. Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush segir það oft koma fólki á óvart að verslunin sjálf sé enn megininnkoma fyrirtækisins, þó netverslunin sé öflug.

Árið 2023 var besta rekstrarár kynlífstækjaverslunarinnar Blush en kaup á kynlífstækjum virðast ekki vera jafn mikið feimnismál og áður. Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush segir það oft koma fólki á óvart að verslunin sjálf sé enn megininnkoma fyrirtækisins, þó netverslunin sé öflug.

„Ég myndi segja að 65% af veltunni fari í gegnum búðirnar. Svo er tæpur helmingur af þeim sem versla í netverslun sem velja að sækja í búðirnar. Þannig að traffíkin í verslanirnar er talsverð og við finnum alveg að alla vega í okkar tilfelli þá er nauðsynlegt að vera með verslun. Fólk vill koma og skoða tækin, snerta og fá þjónustuna.“

Undanfarin ár má segja að samkeppnin hafi orðið harðari með innkomu fleiri kynlífstækjaverslana. Gerður segir þau þó lítið finna fyrir því þar sem Blush er með langmestu markaðshlutdeildina, eða tæplega 92% samkvæmt mælingu sem gerð var í fyrra.

„Við gerum þetta bara vel, það er það sem skiptir máli. Við erum með frábært starfsfólk sem er að veita þessa faglegu þjónustu og annað og fólk kann virkilega að meta það,“ segir Gerður.

Meira en nóg að gera

Óhætt er að segja að Gerður hafi ekki setið auðum höndum í gegnum tíðina en fyrir þremur árum hóf Blush að selja vörur undir merkinu Reset sem Gerður hannaði sjálf. Í dag er Reset söluhæsta vörumerki verslunarinnar og eru fleiri vörur í línunni væntanlegar í haust. Spurð um hvort hún eygi jafnvel opnun fleiri verslana í framtíðinni segir Gerður að ekki sé búið að negla neitt niður, þó ekkert sé útilokað.

„Ef það gengur vel þá er maður alltaf opinn fyrir því að skoða þau tækifæri. En svo er þetta klassíska sem tekur við núna, það er alltaf risastórt tímabil hjá okkur þegar jóladagatalið okkar fer í sölu en það fer í sölu núna fyrsta október og við erum bara æsi spennt. Við erum svona að koma okkur aftur af stað eftir sumarfrí og svo mæta allir ferskir og byrja að kokka upp skemmtilegar markaðsherferðir og koma með nýju vörurnar inn. Þannig það verður nóg fram undan hjá okkur.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild sinni hér.