Skiptum á þrotabúi Linda Resources ehf., fjárfestingarféalags á sviði orkuiðnaðar og náttúrulegra auðlinda, lauk í síðustu viku. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur að fjárhæð 12,1 milljarði króna að því er kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.
Lindir Resources var í eigu Landsbankans sem keypti 78% hlut af fjárfestingarfélaginu Straumborg árið 2013 samhliða nauðasamningsumleitunum þess. Þá keypti Landsbankinn eftirstandandi 22% hlut Gunnlaugs Jónssonar árið 2015.
Skiptum á þrotabúi Linda Resources ehf., fjárfestingarféalags á sviði orkuiðnaðar og náttúrulegra auðlinda, lauk í síðustu viku. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur að fjárhæð 12,1 milljarði króna að því er kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.
Lindir Resources var í eigu Landsbankans sem keypti 78% hlut af fjárfestingarfélaginu Straumborg árið 2013 samhliða nauðasamningsumleitunum þess. Þá keypti Landsbankinn eftirstandandi 22% hlut Gunnlaugs Jónssonar árið 2015.
Lindir Resources var stofnað af Straumborg, fjárfestingarfélagi Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, og Gunnlaugi Jónssyni sem stýrði Lindum Resources.
Lindir keypti af Straumborg hluti þess í þremur olíuleitar- og vinnslufélögum. Tvö þessara félaga voru staðsett í Noregi og eitt í Kanada.
Hlutirnir gengu þó ekki upp og verðmæti hlutanna í olíuleitar- og vinnslufélögunum lækkaði mikið, að því er kemur fram í frétt DV.
Sem fyrr segir óskaði Straumborg eftir nauðasamningum við lánadrottna sína árið 2013. Landsbankinn, helsti lánadrottinn félagsins, keypti í kjölfarið alla eignarhluti Straumborgar í Lindum Resources og yfirtók jafnframt kröfur Straumborgar á hendur dótturfélagsins.
Eignir Linda Resources námu rúmum 2,9 milljörðum króna og eigið fé félagsins var neikvætt um 3,6 milljarða í árslok 2013.
Landsbankinn rak Lindir Resources áfram í rúman áratug og freistaði þess að endurskipuleggja félagið og snúa rekstri þess við, sem gekk ekki fyrir rest.
Samkvæmt upplýsingum frá bankanum var Lindir Resources fjárfestingarfélag sem fjárfesti á sínum tíma í orkuiðnaði og náttúruauðlindum. Bankinn bankinn hafi eignast meirihluta í félaginu árið 2013 og að fullu árið 2015 í tengslum við skuldauppgjör eiganda félagsins. Í skuldauppgjörinu hafi verið miðað við virði trygginga og félagið metið verðlaust í bókum bankans. Gjaldþrot félagsins hafi því engin áhrif á bankann.