Frumtak IV er sérhæfður vísisjóður (e. venture capital fund) sem er ætlað að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og eru vænleg til vaxtar og útrásar.

Frumtak IV er sérhæfður vísisjóður (e. venture capital fund) sem er ætlað að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og eru vænleg til vaxtar og útrásar.

Frumtak Ventures hefur nú lokið 12 milljarða fjármögnun á sjóðinum en meðal fjárfesta í sjóðnum eru stofnanafjárfestar, lífeyrissjóðir, Kría sprota- og nýsköpunarsjóður auk meðeigenda Frumtak Ventures.

„Við sjáum skýr merki um traust og trú á okkar fjárfestingarstefnu og teymi, það er virkilega gaman að finna það. Það byggir auðvitað á grunni þess árangurs sem fyrri þrír Frumtakssjóðirnir hafa náð,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingarstjóri sjóðsins, en hann kom inn í eigendahóp Frumtak Ventures í fyrra.

Undirbúningur hófst í byrjun árs og stóð upprunalega til að safna áskriftum fyrir 10-12 milljarða. Umframeftirspurn var eftir áskriftum en ákveðið var þó að hafa sjóðinn ekki stærri en 12 milljarða.

„Við teljum að tækifæri séu frekar til að vera með hæfilega stóran sjóð til þess að geta fjárfest í öflugum fyrirtækjum en ekki stækka úr hófi og hafa þannig ekki burði til þess að fylgja nægjanlega vel eftir fjárfestingunum sem við förum í. Hluti af okkar kjarnastarfsemi er að við erum mjög virkur fjárfestir, tökum stjórnarsæti og vinnum þétt með fyrirtækjunum til að auka árangur þeirra.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.