Íslenska lyfjafyrirtækið Florealis tapaði 122 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 131 milljóna tap árið á undan. Sölutekjur félagsins námu 74 milljónum í fyrra samanborið við 90 milljónir árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.
Florealis þróar og markaðssetur jurtalyf og lækningavörur sem byggja á virkum náttúruefnum. Í skýrslu stjórnar segir að árið 2021 hafi reynst krefjandi fyrir félagið vegna faraldursins, skorts á hráefni og fjarlægðartakmarkana sem höfðu neikvæð áhrif á sölu á vörum félagsins.
Í skýrslu stjórnar segir einnig að á hluthafafundi félagsins í júní á þessu ári hafi verið ákveðið að breyta breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð 220 milljóna króna í hlutafé. Aðgerðin muni leiða til jákvæðrar eiginfjárstöðu félagsins, auk annarra aðgerða eins og hagræðingar í rekstri og hagstæðari fjármögnunarleiða.
Laun og launatengd gjöld félagsins voru nær óbreytt á milli ára, um 85 milljónir króna. Eignir námu 185 milljónum, þar af voru óefnislegar eignir 148 milljónir.
Stærsti hluthafi Florealis er Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi félagsins, en hún er með 19,6% hlut. Karl Guðmundsson forstjóri Florealis heldur á 6,2% hlut. Þá er Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins með 14,2% hlut í félaginu.
Karl Guðmundsson tók við sem forstjóri félagsins fyrr á árinu, en hann tók við af Kolbrúnu Hrafnkelsdóttur sem leiddi fyrirtækið frá stofnun þess árið 2013.
Íslenska lyfjafyrirtækið Florealis tapaði 122 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 131 milljóna tap árið á undan. Sölutekjur félagsins námu 74 milljónum í fyrra samanborið við 90 milljónir árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.
Florealis þróar og markaðssetur jurtalyf og lækningavörur sem byggja á virkum náttúruefnum. Í skýrslu stjórnar segir að árið 2021 hafi reynst krefjandi fyrir félagið vegna faraldursins, skorts á hráefni og fjarlægðartakmarkana sem höfðu neikvæð áhrif á sölu á vörum félagsins.
Í skýrslu stjórnar segir einnig að á hluthafafundi félagsins í júní á þessu ári hafi verið ákveðið að breyta breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð 220 milljóna króna í hlutafé. Aðgerðin muni leiða til jákvæðrar eiginfjárstöðu félagsins, auk annarra aðgerða eins og hagræðingar í rekstri og hagstæðari fjármögnunarleiða.
Laun og launatengd gjöld félagsins voru nær óbreytt á milli ára, um 85 milljónir króna. Eignir námu 185 milljónum, þar af voru óefnislegar eignir 148 milljónir.
Stærsti hluthafi Florealis er Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi félagsins, en hún er með 19,6% hlut. Karl Guðmundsson forstjóri Florealis heldur á 6,2% hlut. Þá er Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins með 14,2% hlut í félaginu.
Karl Guðmundsson tók við sem forstjóri félagsins fyrr á árinu, en hann tók við af Kolbrúnu Hrafnkelsdóttur sem leiddi fyrirtækið frá stofnun þess árið 2013.