Samræmd vísitala neysluverðs í Hollandi mældist 17% í september, en hún var 13,7% í ágúst. Þetta kemur fram í grein Reuters.

Verðbólgan var keyrð áfram af hækkandi matvæla- og orkuverði. Orka hækkaði um 114% á milli ára á meðan matvæli hækkaði um 10,5% milli ára.

Hollenska ríkisstjórnin hefur sagst ætla að verja 18 milljörðum evra á næsta ári í aðgerðir sem felast í því að hjálpa almenningi að borga reikningana. Auk þess hafa yfirvöld sett þak á verð á gasi og rafmagni.

Samkvæmt gögnum frá því í ágúst var Ísland með næst lægstu samræmdu verðbólguna, en hún mældist þá 5,5% eins og sjá má á töflunni hér að neðan.