Félagið Læknisfræðileg Myndgreining hagnaðist um rúmar 300 milljónir króna árið 2021, samanborið við um 250 milljón króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur ársins námu tæpum 1,5 milljarði króna. Lagt er til að greiða út arð að fjárhæð 290 milljónum króna.

„Það er alltaf litið á það  neikvæðum augum, að það skuli vera afgangur úr rekstrinum, en færri hafa áhuga á því að vita hvernig við förum að því að gera þetta fyrir minna fé en hið opinbera en samt skila afgangi,“ segir Magnús Baldvinsson, röntgenlæknir og eigandi félagsins. „ Á sama tíma  gerir engin athugasemd við t.d lyfjafyrirtækin , sem skila miklum hagnaði en eru fjármögnuð sömuleiðis að stórum hluta  af hinu opinbera, eins og við.

Samningslaus frá 2017

LM  hefur verið á óbreyttum samning við Sjúkratryggingar Íslands frá árinu 2017, og hafa þannig fengið sömu krónutölu fyrir hverja rannsókn síðan þá, fyrir utan óvænta 3% hækkun árið 2020. Á sama tíma hefur almennt verðlag á þessu fimm ára tímabili hækkað um tæplega 27%.  „Það er ekkert samtal í gangi við SÍ. Þó að við höfum margoft óskað eftir fundum og hækkunum til jafns við ríkið. Einingaverð vegna sambærilegra rannsókna hjá hinu opinbera er núna rúmlega 10% meira en við fáum. Sem þýðir líka að sjúklingurinn borgar hærra verð þegar hann fer í rannsókn hjá hinu opinbera, heldur en hjá okkur.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.