Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja hagnaðist um 2,9 milljarða króna í fyrra en hagnaður árið áður nam 4,4 milljörðum. Rekstrartekjur jukust um 500 milljónir milli ára og námu 15,8 milljörðum. Eiginfjárhlutfall félagsins var 59% í lok 2023 en var 52% árið áður.

Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja hagnaðist um 2,9 milljarða króna í fyrra en hagnaður árið áður nam 4,4 milljörðum. Rekstrartekjur jukust um 500 milljónir milli ára og námu 15,8 milljörðum. Eiginfjárhlutfall félagsins var 59% í lok 2023 en var 52% árið áður.

Samanlagt námu greiddir og innheimtir skattar ásamt opinberum gjöldum Eskju alls um 3,2 milljörðum í fyrra og hefur skattspor félagsins aldrei verið stærra.

Á árinu var félaginu skipt upp í rekstrarfélag uppsjávarfisks og rekstrarfélag bolfisks en við skiptinguna rann hluti eigna, eigin fjár og skulda frá Eskju hf. inn í Eskju Bolfisk ehf. og Eskju Holding ehf. Þá var ákveðið að sameina félagið og Eskju vöruhús ehf.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.