Jafnvægisvogin, verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í gær stafrænu ráðstefnuna Jafnrétti er ákvörðun. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2020 voru viðurkenningarhafar 45 talsins en í ár voru þeir samtals 53.

Þar af voru 38 fyrirtæki, 7 sveitarfélög og 8 opinberir aðilar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Markmið um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.

Á árinu 2021 bættust við 37 nýir aðilar við hóp þátttakenda í Jafnvægisvoginni. Alls voru þátttakendur sem undirrituðu viljayfirlýsingu og tóku þátt í könnunum um aðgerðir 152 talsins.

„Að setja fram lykilmælikvarða á árangri er nauðsynlegt til að tryggja aðhald og góða frammistöðu. Með mælaborði Jafnvægisvogarinnar eru allar helstu opinberar upplýsingar um stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og innan hins opinbera gerðar aðgengilegar á einfaldan og skýran hátt,“ segir í fréttatilkynningu FKA

Eftirfarandi fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í ár:
•    1912 ehf.
•    AGR Dynamics
•    Akureyrarbær
•    Arion banki
•    Atmonia
•    BL ehf
•    BYKO
•    Center Hotels
•    Coca Cola European Partners á Íslandi
•    Fangelsismálastofnun
•    Félagsbústaðir
•    Fly PLAY hf.
•    Framkvæmdasýsla ríkisins
•    Guðmundur Arason ehf
•    Háskóli Íslands
•    Heilbrigðisstofnun Suðurlands
•    Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
•    Ísafjarðarbær
•    Íslandsbanki
•    Íslandshótel
•    Íslandspóstur
•    Ístak hf.
•    Krónan
•    Landhelgisgæsla Íslands
•    Lota
•    LSR – Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis
•    Lyf og heilsa
•    Lyfja
•    Múlaþing
•    Norðurál Grundartangi ehf.
•    Nova
•    Olíuverzlun Íslands
•    Orka Náttúrunnar
•    Orkuveita Reykjavíkur
•    Pipar/TBWA
•    Rangárþing ytra
•    Reykjanesbær
•    Rio Tinto á Íslandi
•    Ríkisútvarpið
•    Samkaup
•    Seðlabanki Íslands
•    Seltjarnarnesbær
•    Sjóvá
•    Skatturinn
•    Sólar ehf.
•    Tryggja
•    Valitor
•    Veritas
•    Vesturbyggð
•    Vélsmiðja Suðurlands ehf
•    VIG ehf
•    VÍS
•    Vörður tryggingar

Að Jafnvægisvoginni standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pipar\TBWA og Ríkisútvarpið.

Eliza Reid forsetafrú á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar 2021
Eliza Reid forsetafrú á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar 2021
© Silla Páls (Silla Páls)

Eliza Reid kynnti viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar.