Netapp Iceland hagnaðist um 171 milljón króna rekstrarárið 2023, sem náði yfir tímabilið 1. maí 2022 til 30. apríl 2023, en rekstrarárið þar á undan nam hagnaðurinn 91 milljón króna.

Félagið velti nærri 2,1 milljarði króna rekstrarárið 2023 og jókst veltan lítillega frá fyrra rekstrarári, eða um 25 milljónir króna. Hagnaðarhlutfall skýjalausnafélagsins var því 8,3%.

Eignir félagsins námu rúmlega 1,7 milljörðum króna í lok rekstrarársins 2023 og nam handbært fé þar af tæplega 1,2 milljörðum króna. Eigið fé nam tæplega 1,5 milljörðum.

Í skýrslu stjórnar í ársreikningi kemur fram að 87,5 starfsmenn hafi að meðaltali verið í fullu starfi hjá félaginu rekstrarárið 2023 en laun og launatengd gjöld námu rúmlega 1,7 milljörðum króna. Netapp Iceland hefur verið í eigu bandaríska skýjaþjónustufélagsins Netapp frá árinu 2017 en íslenska félagið hét áður GreenCloud. Jón Þorgrímur Stefánsson er forstjóri Netapp Iceland.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.