Árs­reikningur Akur­eyrar­bæjar hefur verið sam­þykktur í bæjar­ráði og verður lagður fyrir bæjar­stjórn í næstu viku.

Sam­kvæmt reikningnum var rekstrar­niður­staða A- og B-hluta Akur­eyrar­bæjar fyrri hluta ársins 2023 nei­kvæð um 1,2 milljarða en á­ætlun gerði ráð fyrir að rekstrar­halli yrði 1,8 milljarðar króna á tíma­bilinu.

„Af­koma sam­stæðunnar fyrri hluta ársins var því nokkru betri en á­ætlun hafði gert ráð fyrir eða sem nemur 606 milljónum króna,“ segir í Kauphallartilkynningu.

Rekstrar­niður­staða A-hluta fyrri hluta ársins var nei­kvæð um 1,113 milljarða en á­ætlun gerði ráð fyrir að rekstrar­halli yrði 1,88 milljarðar. Af­koma A-hluta er því 752,2 milljónum króna betri en á­ætlun hafði gert ráð fyrir.

Álagningarhlutfall útsvars í hámarki

Tekjur sam­stæðunnar voru sam­tals 16,2 milljarðar en á­ætlun gerði ráð fyrir að tekjur yrðu 15,2 milljörðum. Í Akur­eyrar­bæ er á­lagningar­hlut­fall út­svars í 14,52% sem er lög­bundið há­mark.

Af tekjum bæjarins voru skatt­tekjur 8,4 milljarðar sem er 465 milljónum meira en á­ætlanir gerðu ráð fyrir. Akur­eyri fékk 2,3 milljarða úr jöfnunar­sjóði sem er 152 milljónum meira en bærinn bjóst við. Aðrar tekjur voru 5,5 milljarðar.

„Rekstrar­gjöld sam­stæðunnar fyrir af­skriftir voru sam­tals 14.637 milljónir króna sem er 576 milljónum yfir á­ætlun. Laun og launa­tengd gjöld voru 9.043 milljónir króna en á­ætlun gerði ráð fyrir 8.979 milljónum. Annar rekstrar­kostnaður var 4.912 milljónir króna sem er 526 milljónum yfir á­ætlun. Fjár­magns­gjöld, nettó, voru 1.693 milljónir króna sem er 52 milljónum undir á­ætlun. Af­skriftir voru 1.107 milljónir saman­borið við 1.205 milljónir í á­ætlun,“ segir í árs­reikningi bæjarins.

Borguðu 701 milljónir af lánum sínum

Sam­kvæmt sjóðs­streymi sam­stæðunnar var veltu­fé frá rekstri 1,74 milljarðar eða 10,75% af tekjum.Fjár­festinga­hreyfingar voru 2,2 milljarðar en fjár­mögnunar­hreyfingar voru nei­kvæðar um 141 milljón.

Bærinn borgaði 701 milljónir af lánum sínum og var hand­bært fé bæjar­fé­lagsins 2,94 milljarðar króna í lok júní.

Fasta­fjár­munir sam­stæðunnar voru 57 milljarðar króna og veltu­fjár­munir 6,9 milljarðar.

Eignir Akur­eyrar eru verð­metnar á sam­tals 67,6 milljarða en eigið fé bæjarfélasgisin var 27 milljarðar sem er 1,2 milljörðum minna en um síðustu ára­mót.

Lang­tíma­skuldir og skuld­bindingar voru 33,5 milljarðar en voru 32,5 milljarðar í lok síðasta árs. Skamm­tíma­skuldir voru 6,9 milljarðar sem er hækkun úr 5,6 milljörðum um síðustu ára­mót.

Veltu­fjár­hlut­fall var 1,0 á móti 1,27 í lok síðasta árs. Eigin­fjár­hlut­fall var 40,1% í lok júní.