Á föstudaginn kl. 13 fer fram skiptafundur vegna þrotabús flugfélagsins Wow air, sem sigldi í þrot þann 28. mars síðastliðinn. Gjaldþrot flugfélagsins virðist vera það stærsta frá hruni. Fundurinn verður haldinn í fundarsal á Hilton Reykjavík Nordica.
Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabúsins, vildi ekki greina frá heildarupphæð þeirra fjármuna sem hafa safnast í búið í samtali við Viðskiptablaðið og sagði að það yrði greint frá því á skiptafundinum. Hann segir sölu eigna þrotabúsins hafa gengið samkvæmt áætlun og að útilokað sé að setja einhvern tímaramma á það hvenær skiptum muni ljúka. Þrotabúið sé stórt og vinnan við skiptin umfangsmikil. Loks segir hann að þetta séu vafalaust stærstu gjaldþrotaskipti sem hann hefur komið að sem skiptastjóri.
Líkt og Viðskiptablaðið hefur þegar greint frá þá kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins að lýstar kröfur í búið nema rétt rúmlega 138 milljörðum króna, en 5.964 einstaklingar og lögaðilar lýstu kröfu í búið. Í skránni kemur fram að almennar kröfur, samkvæmt 113. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nema 125 milljörðum. Kröfur samkvæmt 112. gr. laganna, sem tekur til launa og lífeyrisiðgjalda, nema fimm milljörðum og hafa þar 223 milljóna króna kröfur þegar verið samþykktar. Forgangskröfur samkvæmt 109. gr. og 110. gr. laganna nema alls 5,8 milljörðum króna. Loks nema svokallaðar veðkröfur samkvæmt 111. gr. laganna 2,4 milljörðum. Vegna fjárhæðar forgangskrafna í búið hafa skiptastjórarnir, Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson, ákveðið að taka ekki afstöðu til almennra krafna að svo stöddu.
Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:
- Fjallað er um nýstárlega ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.
- Gengi krónunnar er farið að hreyfast eftir að hafa farið í „sumarfrí.“
- Fyrrum hæstaréttardómari telur dóminn hafa fylgt fyrri fordæmum í umboðssvikamálum tengd hruninu.
- Ítarlegt viðtal við Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins.
- Facebook hópur varð uppsprettan að stofnun fyrirtækis sem léttir einyrkjum og verktökum lífið.
- Nýr starfsmaður auglýsingastofunnar Pipar/TBWA er tekin tali.
- Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um þriðja orkupakkann.
- Óðinn skrifar um fráfarandi Seðlabankastjóra.
Á föstudaginn kl. 13 fer fram skiptafundur vegna þrotabús flugfélagsins Wow air, sem sigldi í þrot þann 28. mars síðastliðinn. Gjaldþrot flugfélagsins virðist vera það stærsta frá hruni. Fundurinn verður haldinn í fundarsal á Hilton Reykjavík Nordica.
Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabúsins, vildi ekki greina frá heildarupphæð þeirra fjármuna sem hafa safnast í búið í samtali við Viðskiptablaðið og sagði að það yrði greint frá því á skiptafundinum. Hann segir sölu eigna þrotabúsins hafa gengið samkvæmt áætlun og að útilokað sé að setja einhvern tímaramma á það hvenær skiptum muni ljúka. Þrotabúið sé stórt og vinnan við skiptin umfangsmikil. Loks segir hann að þetta séu vafalaust stærstu gjaldþrotaskipti sem hann hefur komið að sem skiptastjóri.
Líkt og Viðskiptablaðið hefur þegar greint frá þá kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins að lýstar kröfur í búið nema rétt rúmlega 138 milljörðum króna, en 5.964 einstaklingar og lögaðilar lýstu kröfu í búið. Í skránni kemur fram að almennar kröfur, samkvæmt 113. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nema 125 milljörðum. Kröfur samkvæmt 112. gr. laganna, sem tekur til launa og lífeyrisiðgjalda, nema fimm milljörðum og hafa þar 223 milljóna króna kröfur þegar verið samþykktar. Forgangskröfur samkvæmt 109. gr. og 110. gr. laganna nema alls 5,8 milljörðum króna. Loks nema svokallaðar veðkröfur samkvæmt 111. gr. laganna 2,4 milljörðum. Vegna fjárhæðar forgangskrafna í búið hafa skiptastjórarnir, Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson, ákveðið að taka ekki afstöðu til almennra krafna að svo stöddu.
Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:
- Fjallað er um nýstárlega ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.
- Gengi krónunnar er farið að hreyfast eftir að hafa farið í „sumarfrí.“
- Fyrrum hæstaréttardómari telur dóminn hafa fylgt fyrri fordæmum í umboðssvikamálum tengd hruninu.
- Ítarlegt viðtal við Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins.
- Facebook hópur varð uppsprettan að stofnun fyrirtækis sem léttir einyrkjum og verktökum lífið.
- Nýr starfsmaður auglýsingastofunnar Pipar/TBWA er tekin tali.
- Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um þriðja orkupakkann.
- Óðinn skrifar um fráfarandi Seðlabankastjóra.