Yfir 3,7 milljarða króna velta var með bréf Al­vot­ech í Kaup­höllinni í dag og hækkaði gengi fé­lagsins um 1,65% í viðskiptum dagsins.

Dagsloka­gengið var 1.230 krónur en gengið opnaði í 1.210 krónum.

Um er að ræða meira en helming allrar veltu í Kaup­höllinni í dag en heildar­velta var sex milljarðar.

Al­vot­ech fór ný­verið inn í úr­vals­vísi­töluna OMXI 10 en vísi­talan mjakaðist upp í við­skiptum dagsins og hækkaði hún um 0,61%.

Gengi Marels hækkaði um 2,73% í Kaup­höllinni í dag í 407 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengi fé­lagsins var 452 krónur en gengið opnaði í 440 krónum.

Í morgun leit út fyrir að gengi Icelandair væri að taka við sér en gengið endaði á að lækka um 0,64%.

Engin viðsnúningur hjá Icelandair

Gengi Icelandair hækkaði um 5% fyrir há­degi í dag eftir gengis­hrun í næstum tveggja milljarða króna veltu í gær er markaðs­virði flugfélagsins fór niður um rúma fjóra milljarða.

Viðsnúningur félagsins varð þó að engu fyrir lok dag ser Icelandair endaði daginn á að lækka um 0,64% í um 343 milljón króna velta. Dagsloka­gengið 1,55 krónur.

Play lækkaði um 1,13% á First North markaðnum í tveggja milljón króna veltu. Gengið hefur aldrei verið lægra og heldur á­fram að lækka en dagsloka­gengið var 8,75 krónur.

Önnur fé­lög sem lækkuðu á markaði voru Kvika um 2,15% í 125 milljón króna veltu, Skel fjár­festinga­fé­lag í 104 milljón króna veltu og Hagar um 0,76% í 132 milljón króna veltu.