Laufey Welcome Center opnaði í ágúst í fyrra við Landeyjahafnarveg við Hvolsvöll en staðurinn býður upp á nýja tegund af þjónustu við þjóðveginn. Þar má finna átta rafhleðslustöðvar, ómannaða snjallverslun og hreinustu almenningssalerni í heiminum.

Sveinn Waage, framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center, segir í samtali við Viðskiptablaðið að eigendur hafi nýlega ákveðið að hafa opið allan sólarhringinn. Laufey Bistro, sem rekið er af Tomma á Kaffi Krús, verður þá áfram opið frá 10-22.

„Núna um mánaðamótin ákváðum við að byrja á því að hafa opið allan sólarhringinn og er þetta nú eini staðurinn, sem ég veit um, á þessu svæði þar sem þú kemst á hreint klósett, í heitt kaffi og getur verslað í búð hvenær sem er.“

Hann segir það skipta líka miklu máli upp á öryggi að gera, sérstaklega miðað við það hvernig færðin hefur á landinu verið undanfarna daga og vikur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.