Apple er ekki lengur verðmætasta fyrirtæki heims eftir að hlutabréf netrisans féllu um 5% í gær. Saudi Aramco, stærsta olíufyrirtæki heims, endurheimti efsta sætið á lista yfir stærstu fyrirtæki heims eftir markaðsvirði. BBC greinir frá.

Hlutabréfaverð Apple hefur fallið um 20% frá áramótum en hlutabréf tæknifyrirtækja hafa lækkað töluvert á síðustu misserum, meðal annars vegna vaxtahækkana. Markaðsvirði Apple nemur nú 2.332 milljörðum dala.

Hlutabréf Aramco, ríkisolíufyrirtæki Sádi-Arabíu, hafa hækkað um fjórðung í verði frá áramótum samhliða miklum olíuverðshækkunum. Markaðsvirði olíurisinn stendur nú í 2.382 milljörðum dala. Aramco missti Apple fram úr sér árið 2020.