Bandaríski tæknirisinn Apple hefur samþykkt að uppfæra iPhone 12 símana í Frakklandi eftir að eftirlitsstofnun landsins sagði símana gefa frá sér of mikla rafsegulgeislun.

Sala allra iPhone 12 síma í Frakklandi var stöðvuð tímabundið og var fyrirtækinu sagt að það þyrfti að bæta úr málinu eða að öllum iPhone 12 símar yrðu endurkallaðir..

Apple segir að uppfærslan eigi aðeins við um notendur í Frakklandi og hefur tæknirisinn þvertekið fyrir að þetta flokkist undir öryggisvandamál.

Jean-Noel Barrot, tækniráðherra Frakklands, sagði að útvarpstíðnieftirlit landsins (ANFR) myndi prófa nýju uppfærsluna til að athuga hvort hún uppfylli öryggiskröfur áður en síminn fer aftur í sölu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hins vegar reynt að róa taugar heimamanna með því að benda á á heimasíðu sinni að engar vísbendingar séu til um að rafsegulsvið séu skaðleg mönnum í lágum skömmtum