Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér nýja athugun sem sambandið telur sýna að nokkrir forstjórar fyrirtækja á hlutabréfamarkaði séu með tugföld árslaun venjulegs launafólks. Segir sambandið í þessu samhengi að svo virðist sem gamli tíminn sé kominn aftur.

Í athugun sinni skoðar ASÍ kjör æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja í samanburði við aðra hópa. Til þess að gera það reiknaði það út launahlutfall forstjóra í öllum íslenskum fyrirtækjum sem skráð voru á hlutabréfamarkað í júlí 2014. Launahlutfallið er svo skoðað annars vegar út frá meðallaunum fullvinnandi verkafólks á Íslandi og hins vegar út frá meðallaunum starfsmanna í viðkomandi fyrirtæki.

Fram kemur að forstjóri Össurar tróni á toppi skráðra félaga þar sem hann hefði haft launatekjur í fyrra sem jafngildi meðallaunum 31 verkamanns. Forstjóri Haga hafði launatekjur á árinu 2013-14 sem samsvöruðu launum tæplega 15 verkamanna, og forstjóri Eimskipafélagsins hafði launatekjur sem jafngiltu ríflega 17 verkamannalaunum. Þá segir að Marel hafi skipt um forstjóra á síðari hluta 2013, og hefði fyrrum forstjóri haft á árunum 2011 og 2012 launatekjur um 20 fullvinnandi verkamanna, en nýr forstjóri hafi laun sem nemi rúmlega 12 verkamannalaunum.

Í flestum öðrum skráðum félögum nema laun æðsta stjórnandans á bilinu 5-8 verkamannalaunum.

Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér nýja athugun sem sambandið telur sýna að nokkrir forstjórar fyrirtækja á hlutabréfamarkaði séu með tugföld árslaun venjulegs launafólks. Segir sambandið í þessu samhengi að svo virðist sem gamli tíminn sé kominn aftur.

Í athugun sinni skoðar ASÍ kjör æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja í samanburði við aðra hópa. Til þess að gera það reiknaði það út launahlutfall forstjóra í öllum íslenskum fyrirtækjum sem skráð voru á hlutabréfamarkað í júlí 2014. Launahlutfallið er svo skoðað annars vegar út frá meðallaunum fullvinnandi verkafólks á Íslandi og hins vegar út frá meðallaunum starfsmanna í viðkomandi fyrirtæki.

Fram kemur að forstjóri Össurar tróni á toppi skráðra félaga þar sem hann hefði haft launatekjur í fyrra sem jafngildi meðallaunum 31 verkamanns. Forstjóri Haga hafði launatekjur á árinu 2013-14 sem samsvöruðu launum tæplega 15 verkamanna, og forstjóri Eimskipafélagsins hafði launatekjur sem jafngiltu ríflega 17 verkamannalaunum. Þá segir að Marel hafi skipt um forstjóra á síðari hluta 2013, og hefði fyrrum forstjóri haft á árunum 2011 og 2012 launatekjur um 20 fullvinnandi verkamanna, en nýr forstjóri hafi laun sem nemi rúmlega 12 verkamannalaunum.

Í flestum öðrum skráðum félögum nema laun æðsta stjórnandans á bilinu 5-8 verkamannalaunum.