Á nýafstöðnum þingvetri lagði ríkisstjórnin fram 148 lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Af þeim náði 121 mál fram að ganga.

Af þeim málum sem voru samþykkt á Alþingi höfðu 63 mál efnahagsleg áhrif - ýmist jákvæð eða neikvæð - að því er kemur fram í úttekt Viðskiptaráðs. Heildarmat ráðsins er að samanlögð áhrif þessara mála hafi verið lítillega jákvæð.

Á nýafstöðnum þingvetri lagði ríkisstjórnin fram 148 lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Af þeim náði 121 mál fram að ganga.

Af þeim málum sem voru samþykkt á Alþingi höfðu 63 mál efnahagsleg áhrif - ýmist jákvæð eða neikvæð - að því er kemur fram í úttekt Viðskiptaráðs. Heildarmat ráðsins er að samanlögð áhrif þessara mála hafi verið lítillega jákvæð.

„Áhrif eftir ráðuneytum voru misjöfn, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skilaði íslensku efnahagslífi mestum ávinningi í vetur.“

Sjö mál voru þingfest úr ráðuneyti Áslaugar Örnu og höfðu þau öll jákvæð áhrif samkvæmt Viðskiptaráði sem bendir m.a. á ákvæði um opið aðgengi að opinberum gögnum og aðgerðir til að efla hugverkageirann á Íslandi.

Allir ráðherrar VG fá mínusstig

Það ráðuneyti sem kemur verst út úr úttektinni er innviðaráðuneytið sem Sigurður Ingi Jóhannsson stýrði fram að ráðherraskiptum í byrjun apríl síðastliðnum þegar Svandís Svavarsdóttir tók við.

Athygli vekur að öll ráðuneyti sem ráðherrar úr röðum Vinstri grænna stýrðu fá mínusstig í úttektinni. Matvælaráðuneytið, sem Svandís og Bjarkey Olsen hafa stýrt, er í næst neðsta sæti ásamt viðskipta- og menningarráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur.

Niðurstaða úttektar VÍ yfir efnahagsleg áhrif þingmála eftir ráðuneytum.

Áformuð sala Íslandsbanka jákvæðust að mati Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð telur að það mál sem hafði jákvæðustu efnahagslegu áhrifin í vetur er heimild til sölu á eftirstandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Frumvarp fjármálaráðherra, sem fór í gegn rétt fyrir þinglok, muni hafa mikil jákvæð áhrif þegar kemur að opinberum skuldum, vaxtagreiðslum og heilbrigðri samkeppni á bankamarkaði.

11 mál með neikvæð áhrif -

Alls voru ellefu mál metin með markverð neikvæð áhrif að mati Viðskiptaráðs. Meðal þeirra mála sem eru metin neikvæðust í úttektinni eru fjárlög „þar sem lítið var dregið úr útgjöldum en skattar hækkaðir“.

„Þá höfðu öll þingmál í tengslum við undirritun kjarasamninga neikvæð áhrif, til dæmis sérstakur vaxtastuðningur, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hækkun húsnæðisbóta.“

Viðskiptaráð gagnrýnir einnig ný húsaleigulög „sem munu draga úr framboði leiguhúsnæðis“. Loks telur ráðið að rúmlega helmingsaukning listamannalauna hafi falið í sér ófjármagnaða útgjaldaaukningu og hækkun umsýslukostnaðar við úthlutanir.