Hlynur Veigarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Samherja, er í 26. sæti yfir þá Íslendinga, sem höfðu hæstu fjármagnstekjurnar í fyrra. Námu fjármagnstekjur hans 632 milljónum króna. Viðskiptablaðið hefur birt lista yfir 100 hæstu fjármagnstekjurnar en hér er yfirlit yfir þá sem eru í sætum 26. til 50.

Í 27. Sæti listans er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals með 623 milljónir og Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja, er í 28. sæti með 610. Á eftir honum er Atli Örvarsson tónskáld með 568 milljónir. Atli hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta í Bandaríkjunum. Nýlega samdi hann meðal annars tónlistina fyrir kvikmyndina „The Hitman‘s Bodyguard“ þar sem Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson, léku aðalhlutverkin, sem og sjónvarpsseríuna „Defending Jacob“ sem er á Apple TV+.

Fjallað er um þá 100 Íslendinga sem höfðu mestar fjármagnstekjur árið 2021 í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.