Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth kynnir sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur-Jótlandi í Danmörku. Gagnaverið, sem byggt er frá grunni á 174 hektara lóð, fær nafnið DEN02.
Í tilkynningu segir að gagnaverið bjóði upp á hýsingu og sérsniðnar lausnir um leið og sérstaklega er hugað að þörfum fyrirtækja sem nota mikið magn gagna. Þar má nefna fyrirtæki sem bjóða skýjaþjónustu auk mikillar reiknigetu (e. hyperscalers) og fyrirtæki sem keyra gervigreind og þunga tölvuvinnslu.
Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth kynnir sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur-Jótlandi í Danmörku. Gagnaverið, sem byggt er frá grunni á 174 hektara lóð, fær nafnið DEN02.
Í tilkynningu segir að gagnaverið bjóði upp á hýsingu og sérsniðnar lausnir um leið og sérstaklega er hugað að þörfum fyrirtækja sem nota mikið magn gagna. Þar má nefna fyrirtæki sem bjóða skýjaþjónustu auk mikillar reiknigetu (e. hyperscalers) og fyrirtæki sem keyra gervigreind og þunga tölvuvinnslu.
„Óhætt er að segja að DEN02 sé fyrirmynd gagnavera framtíðar. Það er lifandi dæmi um nýsköpun í geiranum, með áherslu á orkunýtingu í hönnun og notkun nýjustu tækni á sviði endurnýtingar varma, góðu staðarvali í Danmörku og áherslu atNorth á sjálfbærni,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth.
Jafnframt segir að Norðurlöndin henti slíkri starfsemi afar vel. Kalda loftslagið kæli gagnaverin og lækki þar með orkukostnað. DEN02 er fjórða gagnaverið sem atNorth hefur í byggingu á Norðurlöndum, en fyrir er atNorth með í rekstri þrjú gagnaver á Íslandi, tvö í Svíþjóð og tvö í Finnlandi.
Taka á DEN02 gagnaverið í notkun síðla árs 2026. Í fyrsta áfanga verður það með afkastagetu upp á 250 megavött, en frekari stækkun möguleg í mörg hundruð megavatta afkastagetu. Stækkunin verður í takti við eftirspurn líkt og gert er ráð fyrir í einingahönnun gagnavera atNorth.
„Það gleður okkur mjög að ganga til samstarfs við atNorth í sameiginlegri skuldbindingu okkar við hringrásarhagkerfið. Fyrsta flokks gagnaver á borð við DEN02 geta með markverðum hætti stutt aukna endurnýtingu með því að nýta hluti á borð við umframvarma. Í atNorth höfum við fundið samstarfsaðila sem deilir sýn okkar á endurnýtingu,“ segir Jacques Ejlerskov, forstjóri Wa3rm.