Fyrir ekki svo löngu síðan virtist viðskiptaframtíð Kína og Mjanmar nokkuð björt. Kínversk stjórnvöld höfðu fjárfest milljónum dala í að byggja upp samstarf við nágrannaríkið og opna fyrir vöruviðskipti milli landamæranna.
Þau áform urðu hins vegar að engu þegar blóðugt valdarán átti sér stað í Mjanmar árið 2021 sem leiddi til borgarastyrjaldar sem er enn í gangi.
Fyrir ekki svo löngu síðan virtist viðskiptaframtíð Kína og Mjanmar nokkuð björt. Kínversk stjórnvöld höfðu fjárfest milljónum dala í að byggja upp samstarf við nágrannaríkið og opna fyrir vöruviðskipti milli landamæranna.
Þau áform urðu hins vegar að engu þegar blóðugt valdarán átti sér stað í Mjanmar árið 2021 sem leiddi til borgarastyrjaldar sem er enn í gangi.
Fréttastöðin BBC heimsótti nýlega landamærin á milli Kína og Mjanmar, þar sem finna má háar vírgirðingar og öryggismyndavélar. Gamalt skilti sem auglýsti ferðaþjónustu stendur þar enn til að minna á gamla tíma þegar landamærin voru fátt annað en skurðir.
Lokun landamæra hófst á tímum heimsfaraldurs en eftir að borgarastyrjöldin hófst hefur öryggisástandið versnað og hafa orrusturnar við Shan-fylki Mjanmar, sem liggur við landamæri Kína, verið sérstaklega blóðugar.
Kína deilir tvö þúsund kílómetra löngum landamærum við Mjanmar og var upprunaleg áætlun stjórnvalda að tengja Kína við Indlandshaf í gegnum Mjanmar. Sú viðskiptaleið er nú orðin vígvöllur milli uppreisnarmanna í Mjanmar og hers landsins.
Stjórnvöld í Kína hjálpuðu til við að semja um vopnahlé en það féll í sundur í janúar á þessu ári. Sú stefna kínverska ríkisins hefur nú breyst í heræfingar við landamæri Mjanmar og beittar viðvaranir til ríkisstjórnarinnar í höfuðborginni Naypyidaw.
Átök á þessu svæði eru þó ekki ný af nálinni er Shan-fylkið er stærsta fylki í Mjanmar og sér heiminum fyrir stórum hluta af ópíum og metamfetamíni. Svæðið hefur einnig verið miðstöð uppreisnarmanna sem hafa lengi verið andvígir stjórnvöldum.
Við landamærin liggur bærinn Ruili og dagsdaglega má heyra hátalara sem vara fólk við að fara of nálægt girðingunni. Kínverskir ferðamenn fara engu að síður að girðingunni og leika sér að taka sjálfir með handleggnum á milli rimlanna.
Afstaða Kínverja
Xi Jinping forseti hafði eytt mörgum árum í að bæta tengsl milli Kína og Mjanmar á meðan fyrrum leiðtogi landsins, Aung San Suu Kyi, var við völd.
Hann neitaði þó að fordæma valdaránið þegar það átti sér stað og hélt áfram að selja vopn til hervopn til landsins. Xi hefur þó heldur ekki viðurkennt nýja þjóðarleiðtogann, Min Aung Hlaing, né boðið honum til Kína.
Þremur árum síðar hefur stríðið orðið þúsundum að bana og hafa milljónir flúið heimili sín. Herinn er neyddur til að berjast á fleiri vígvöllum og hefur nú tapað allt að tveimur þriðju hluta landsins fyrir sundraðri stjórnarandstöðu.
Stjórnvöld í Mjanmar gruna að kínversk stjórnvöld séu að leika á báða bóga, það er að segja þau vilja láta það líta út eins og þau styðji við herforingjastjórnina á sama tíma og þau vilja viðhalda sambandi við þjóðernisherinn í Shan-fylkinu.